Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   lau 14. janúar 2012 11:45
Magnús Már Einarsson
Fótbolta.net mótið: Breiðablik vann fyrsta leikinn
Sverrir Ingi skoraði sigurmarkið.
Sverrir Ingi skoraði sigurmarkið.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Keflavík 1 - 2 Breiðablik
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson
1-1 Ásgrímur Rúnarsson
1-2 Sverrir Ingi Ingason (Víti)

Breiðablik sigraði Keflavík 2-1 í fyrsta leik Fótbolta.net mótsins í morgun en leikið var í Reykjaneshöllinni.

Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fyrsta mark mótsins en hann kom til Blika frá Völsungi í vetur.

Ásgrímur Rúnarsson jafnaði fyrir Keflavík áður en hinn ungi Sverri Ingi Ingason skoraði sigurmark Blika úr vítaspyrnu.

Þessi lið leika bæði í A-riðli ásamt ÍA og FH sem mætast í Akraneshöllinni klukkan 12:00.

Nánar verður fjallað um leikinn hér á Fótbolta.net síðar í dag.
banner
banner
banner