Sveinbjörn Jónasson skipti fyrir nokkrum vikum yfir í Fram frá Þrótti. Í gær var hann í liði Fram sem vann hans gömlu félaga í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins.
„Það var gaman að því, við vorum ekkert svakalega sprækir en þetta hafðist að lokum," sagði Sveinbjörn eftir leik en hann fékk færi til að skora gegn sínu gamla liði í venjulegum leiktíma.
„Annað hvort er allt inni eða ekkert. Ég fékk fullt af ágætum færum."
Hann skoraði þó úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni.
„Þeir vita það flestir í hvaða horn ég skýt svo ég tók smá sálfræði á þetta."
Viðtalið við Sveinbjörn má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir