,,Þetta er þriðji sigurinn á KR í röð, við erum á góðu róli," sagði Hlynur Atli Magnússon miðvörður Fram eftir 1-2 sigur á KR í Lengjubikarnum í kvöld.
Þetta var þriðji sigur Fram á KR á undirbúningstímabilinu en síðasta leik sem var úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins lauk með 5-0 sigri Fram.
,,Ég held að það hafi verið 'one of a kind'. Við áttum samt fínan dag í dag og KR komu fjörugir til leiks."
,,Þeir eru enn í sárum eftir að við vorum búnir að vinna þá tvisvar og stórt í síðasta leik. Þeir komu sterkir til leiks en þetta féll okkar megin í dag."
,,Þetta byrjar vel en ég vona að þetta sé það sem koma skal. Við verðum bara að halda þessu gangandi og vinna okkar vinnu, og mæta í leikina eins og hvern annan."
Hægt er að sjá viðtalið við Hlyn Atla í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir