„Þetta var hrikalega svekkjandi, sérstaklega að fá á sig mark í lokin því þeir höfðu ekki skapað sér eiginlega nein færi fram að þessu," sagði Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfyssinga, eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki í Lengjubikarnum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Selfoss
„Við byrjuðum frekar illa en komumst í taktinn jafnt og þétt."
Stefán telur að Selfossliðið sé betur í stakk búið til að takast á við Pepsi-deildina í ár heldur en þegar liðið fór síðast upp.
„Ég hugsa það. Við erum með mjög sterkan hóp og erum bjartsýnir."
Ljóst er að Selfossliðið verður með ansi marga erlenda leikmenn í sumar. Fimm voru í byrjunarliðinu í kvöld og fleiri eru á leiðinni.
„Þetta eru gæðastrákar og skemmtilegir drengir. Ég sé ekki mun á því hvort þetta séu Íslendingar eða útlendingar."
Stefán segist ekki vera mikill tungumálamaður: „Norskan er öll að koma." Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir