Guðný Björk Óðinsdóttir leikmaður Kristianstad í Svíþjóð og íslenska landsliðsins sleit krossband og liðband í hné í æfingaleik liðsins gegn Stjörnunni fyrir helgi og verður því frá keppni út árið.
Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun en Guðný Björk verður frá keppni næstu 7 - 9 mánuðina vegna meiðslanna.
Þetta er í þriðja sinn á ferli Guðnýjar sem hún lendir í samskonar meiðslum og í Morgunblaðinu kemur fram að í öll skiptin séu fjögur ár á milli.
Guðný Björk er á 24. aldursári. Hún er uppalin í Aftureldingu en lék meistaraflokksferil sinn hér á landi með Val. Hún hefu rleikið með Kristianstad undanfarin þrjú ár.
Hún á að baki 32 leiki fyrir A-landslið Íslands, þar af eru fjórir á Algarve Cup æfingamótinu fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir




