Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. október 2012 06:00
Elvar Geir Magnússon
David Moyes: Luis Suarez er gjarn á að dýfa sér
David Moyes, stjóri Everton.
David Moyes, stjóri Everton.
Mynd: Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, viðurkennir að hann óttist að Luis Suarez muni svífast einskis til að knýja fram réttu úrslitin fyrir Liverpool í dag. Everton og Liverpool eigast við í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:30.

„Fólk er mikið að ræða um fjölda rauðra spjalda í viðureignum þessara liða en ekkert er talað um ákvarðanirnar sem slíkar. Á síðasta ári var rautt spjald eftir dýfu og fáránleg ákvörðun hjá dómaranum. Það eyðilagði leikinn," segir Moyes.

„Ég óttast að þetta gæti endurtekið sig því Suarez á sér sögu. Hann er gjarn á að dýfja sér. En ég er ekki dómari. Það sem þetta gerir er að fæla áhorfendur frá íþróttinni. Það eru margir leikmenn sem eru góðir leikarar og þetta er erfið staða fyrir dómarana."

Andre Marriner dæmir grannaslag Everton og Liverpool í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner