Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 11. febrúar 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
Páll Viðar spáir í leiki vikunnar á Englandi
Páll Viðar Gíslason.
Páll Viðar Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Podolski og félagar gera jafntefli við Manchester United samkvæmt spá Páls.
Podolski og félagar gera jafntefli við Manchester United samkvæmt spá Páls.
Mynd: Getty Images
Suarez skorar þrennu samkvæmt spánni.
Suarez skorar þrennu samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Bogi Ágústsson fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leiki síðustu helgar í enska boltanum.

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, spáir í leikina sem verða í úrvalsdeildinni í kvöld og annað kvöld en þá fer 26. umferðin fram.

Cardiff 1 - 0 Aston Villa (19:45 í kvöld)
Aron kemur ferskur inn eftir veikindi og hjálpar Cardiff að landa sigri, gott ef kallinn nái ekki að pota sigurmarkinu.

Hull 2 - 0 Southampton (19:45 í kvöld)
Hull eru sterkir á heimavelli og með flott lið.

West Ham 0 - 0 Norwich (19:45 í kvöld)
Hvorugt liðið má við því að tapa.....steindautt jafntefli.

WBA 0 - 3 Chelsea (20:00 í kvöld)
Chelsea er með miklu sterkara lið og landa öruggum sigri og halda toppsætinu!

Newcastle 1 - 1 Tottenham (19:45 á morgun)
Held að heimaliðið jafni undir lokin með dramatísku jöfnunarmarki og 2 rauð spjöld komi í kjölfarið

Everton 3 - 0 Crystal Palace (19:45 á morgun)
Everton vill ekki missa Liverpool lengra frá sér og stoltið rífur þá áfram.

Manchester City 4 - 0 Sunderland (19:45 á morgun)
Manchester City rífur sig upp eftir svekkjandi jafntefli um helgina.

Arsenal 2 - 2 Manchester United (19:45 á morgun)
Eftir vonbrigði helgarinnar girða bæði lið sig í brók og úr verður hörku leikur sem endar með stórmeistara jafntefli!

Stoke 1 - 0 Swansea (19:45 á morgun)
Klárt, skallamark frá Crouch tryggir stigin þrjú.

Fulham 0 - 3 Liverpool (20:00 á morgun)
Luis Suarez skorar öll mörkin fyrir Liverpool eftir markaþurrð um helgina.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Bogi Ágústsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner