Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   lau 30. ágúst 2014 19:23
Mist Rúnarsdóttir
Gumma: Vonandi verða fleiri úrslitaleikir
Fyrirliðinn vonast eftir fleiri úrslitaleikjum í framtíðinni
Fyrirliðinn vonast eftir fleiri úrslitaleikjum í framtíðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmunda Brynja fyrirliði Selfoss var vitanlega ekki sátt við tapið í bikarúrslitunum en segir að leikurinn gefi ungu liði Selfoss heilmikla reynslu sem hægt er að nýta í framtíðinni.

„Þetta var kannski fullstórt tap. Mér finnst 4-0 ekki gefa rétta mynd af leiknum en Stjarnan er með flott lið og það var gaman að fá að spila á Laugardalsvelli við þær. Þetta er klárlega besta lið landsins en þvílíkt gaman. Þvílíkur stuðningur og ótrúlega gaman.“

„Þetta gefur liðinu þvílíka reynslu. Elsti leikmaðurinn er 24 ára og það er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á og vonandi verða fleiri úrslitaleikir.“


Selfoss liðið mætti agað og skipulagt til leiks og Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið í fyrri hálfleik. Það var svo undir lok leiksins sem að mörkin hrúguðust inn og segir Gumma að Selfyssingar hafi einfaldlega tekið áhættu sem hafi ekki skilað sér í þetta skiptið.

„Við fórum að breyta aðeins. Við tókum sénsa. Stundum virka þeir og stundum virka þeir ekki og í dag virkaði það ekki. Stjarnan refsaði fyrir það. Harpa var frábær í leiknum. Skoraði þrennu og það þarf náttúrulega bara að stoppa hana. En við áttum líka að loka á þetta.“

Það var góð stemmning á vellinum í dag og sérstaklega á meðal Selfyssinga sem fjölmenntu og létu vel í sér heyra allan tímann. Gumma var virkilega ánægð með stuðninginn.

„Það er ekki leiðinlegt að tapa fyrir framan svona fólk sem kemur að styðja okkur í svona leik og það er bara geðveikt.“
Athugasemdir
banner
banner
banner