Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 30. ágúst 2014 19:23
Mist Rúnarsdóttir
Gumma: Vonandi verða fleiri úrslitaleikir
Kvenaboltinn
Fyrirliðinn vonast eftir fleiri úrslitaleikjum í framtíðinni
Fyrirliðinn vonast eftir fleiri úrslitaleikjum í framtíðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmunda Brynja fyrirliði Selfoss var vitanlega ekki sátt við tapið í bikarúrslitunum en segir að leikurinn gefi ungu liði Selfoss heilmikla reynslu sem hægt er að nýta í framtíðinni.

„Þetta var kannski fullstórt tap. Mér finnst 4-0 ekki gefa rétta mynd af leiknum en Stjarnan er með flott lið og það var gaman að fá að spila á Laugardalsvelli við þær. Þetta er klárlega besta lið landsins en þvílíkt gaman. Þvílíkur stuðningur og ótrúlega gaman.“

„Þetta gefur liðinu þvílíka reynslu. Elsti leikmaðurinn er 24 ára og það er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á og vonandi verða fleiri úrslitaleikir.“


Selfoss liðið mætti agað og skipulagt til leiks og Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið í fyrri hálfleik. Það var svo undir lok leiksins sem að mörkin hrúguðust inn og segir Gumma að Selfyssingar hafi einfaldlega tekið áhættu sem hafi ekki skilað sér í þetta skiptið.

„Við fórum að breyta aðeins. Við tókum sénsa. Stundum virka þeir og stundum virka þeir ekki og í dag virkaði það ekki. Stjarnan refsaði fyrir það. Harpa var frábær í leiknum. Skoraði þrennu og það þarf náttúrulega bara að stoppa hana. En við áttum líka að loka á þetta.“

Það var góð stemmning á vellinum í dag og sérstaklega á meðal Selfyssinga sem fjölmenntu og létu vel í sér heyra allan tímann. Gumma var virkilega ánægð með stuðninginn.

„Það er ekki leiðinlegt að tapa fyrir framan svona fólk sem kemur að styðja okkur í svona leik og það er bara geðveikt.“
Athugasemdir
banner
banner