Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 27. júní 2016 14:29
Magnús Már Einarsson
Nice
Ólafur Ragnar: Samfelld gleðiveisla fyrir alla Íslendinga
Icelandair
Ólafur Ragnar Grísmson í Nice í dag ásamt nýjum forseta Guðna Th. Jóhannessyni.
Ólafur Ragnar Grísmson í Nice í dag ásamt nýjum forseta Guðna Th. Jóhannessyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er einstök ánægja og mikil gleði að verða vitni af þessum mikla árangri," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi Forseti Íslands, í viðtali við Fótbolta.net í Nice í dag.

Ólafur Ragnar er mættur til Frakklands til að fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í kvöld.

„Hvernig sem leikurinn fer í kvöld þá hefur þetta verið einstök sigurganga sem hefur nú þegar verið skráð í sögubækur, ekki bara í íslenskum fótbolta og íslensku íþróttalífi, heldur líka lýðveldisins." sagði Ólafur sem hefur fylgst vel með mótinu.

„Ég og Dorrit vorum á fyrsta leiknum og það var ótrúleg upplifun. Það var skemmtilegt að verða vitni að því. Þetta augnablik þegar við skoruðum sigurmarkið í þriðja leiknum er ein af þessum stundum sem aldrei gleymast."

Ólafur Ragnar bíður spenntur eftir leiknum í kvöld en hann segir að Íslendingar megi ekki vera of kröfuharðir fyrir leik.

„Ég er bæði bjartsýnn og glaður. Hvernig svo sem leikurinn fer þá verður þetta samfelld gleðiveisla fyrir mig og alla Íslendinga. Við megum ekki vera of kröfuhörð. Ég hef hitt einstaka menn hér síðan ég kom í morgun og þeir spyrja mig hvort ég ætli ekki að koma út á úrslitaleikinn. Við megum ekki detta í þessa gryfju."

„Við megum ekki láta jafnvel tap í kvöld, skemma fyrir okkur. Ef það verður sigur þá verður gleðin svo mikil og stór að það munu ekki orð ná yfir það,"
sagði Ólafur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner