Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 27. júní 2016 14:29
Magnús Már Einarsson
Nice
Ólafur Ragnar: Samfelld gleðiveisla fyrir alla Íslendinga
Icelandair
Ólafur Ragnar Grísmson í Nice í dag ásamt nýjum forseta Guðna Th. Jóhannessyni.
Ólafur Ragnar Grísmson í Nice í dag ásamt nýjum forseta Guðna Th. Jóhannessyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er einstök ánægja og mikil gleði að verða vitni af þessum mikla árangri," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi Forseti Íslands, í viðtali við Fótbolta.net í Nice í dag.

Ólafur Ragnar er mættur til Frakklands til að fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í kvöld.

„Hvernig sem leikurinn fer í kvöld þá hefur þetta verið einstök sigurganga sem hefur nú þegar verið skráð í sögubækur, ekki bara í íslenskum fótbolta og íslensku íþróttalífi, heldur líka lýðveldisins." sagði Ólafur sem hefur fylgst vel með mótinu.

„Ég og Dorrit vorum á fyrsta leiknum og það var ótrúleg upplifun. Það var skemmtilegt að verða vitni að því. Þetta augnablik þegar við skoruðum sigurmarkið í þriðja leiknum er ein af þessum stundum sem aldrei gleymast."

Ólafur Ragnar bíður spenntur eftir leiknum í kvöld en hann segir að Íslendingar megi ekki vera of kröfuharðir fyrir leik.

„Ég er bæði bjartsýnn og glaður. Hvernig svo sem leikurinn fer þá verður þetta samfelld gleðiveisla fyrir mig og alla Íslendinga. Við megum ekki vera of kröfuhörð. Ég hef hitt einstaka menn hér síðan ég kom í morgun og þeir spyrja mig hvort ég ætli ekki að koma út á úrslitaleikinn. Við megum ekki detta í þessa gryfju."

„Við megum ekki láta jafnvel tap í kvöld, skemma fyrir okkur. Ef það verður sigur þá verður gleðin svo mikil og stór að það munu ekki orð ná yfir það,"
sagði Ólafur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner