Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   mán 27. júní 2016 14:29
Magnús Már Einarsson
Nice
Ólafur Ragnar: Samfelld gleðiveisla fyrir alla Íslendinga
Icelandair
Ólafur Ragnar Grísmson í Nice í dag ásamt nýjum forseta Guðna Th. Jóhannessyni.
Ólafur Ragnar Grísmson í Nice í dag ásamt nýjum forseta Guðna Th. Jóhannessyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er einstök ánægja og mikil gleði að verða vitni af þessum mikla árangri," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi Forseti Íslands, í viðtali við Fótbolta.net í Nice í dag.

Ólafur Ragnar er mættur til Frakklands til að fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í kvöld.

„Hvernig sem leikurinn fer í kvöld þá hefur þetta verið einstök sigurganga sem hefur nú þegar verið skráð í sögubækur, ekki bara í íslenskum fótbolta og íslensku íþróttalífi, heldur líka lýðveldisins." sagði Ólafur sem hefur fylgst vel með mótinu.

„Ég og Dorrit vorum á fyrsta leiknum og það var ótrúleg upplifun. Það var skemmtilegt að verða vitni að því. Þetta augnablik þegar við skoruðum sigurmarkið í þriðja leiknum er ein af þessum stundum sem aldrei gleymast."

Ólafur Ragnar bíður spenntur eftir leiknum í kvöld en hann segir að Íslendingar megi ekki vera of kröfuharðir fyrir leik.

„Ég er bæði bjartsýnn og glaður. Hvernig svo sem leikurinn fer þá verður þetta samfelld gleðiveisla fyrir mig og alla Íslendinga. Við megum ekki vera of kröfuhörð. Ég hef hitt einstaka menn hér síðan ég kom í morgun og þeir spyrja mig hvort ég ætli ekki að koma út á úrslitaleikinn. Við megum ekki detta í þessa gryfju."

„Við megum ekki láta jafnvel tap í kvöld, skemma fyrir okkur. Ef það verður sigur þá verður gleðin svo mikil og stór að það munu ekki orð ná yfir það,"
sagði Ólafur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner