Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 27. júní 2016 14:44
Magnús Már Einarsson
Nice
Guðni Th.: Hefði farið í treyju af sex ára
Icelandair
Guðni Th. Jóhannesson glaðbeittur í Nice í dag.
Guðni Th. Jóhannesson glaðbeittur í Nice í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Th. Jóhannesson, nýkjörinn foreti Íslands, er mættur til Nice til að fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitunum á EM í kvöld.

„Mín er ánægjan og heiðurinn að vera hérna. Ég er mikill íþróttaáhugamaður," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag en hann er brattur fyrir leikinn.

„Ef við höldum jöfnu fram yfir hálfleik þá fara þeir á taugum. Við finnum sjálfstraustið sem býr í okkur. Þeir vita að ef þeir tapa þá er ferill þeirra nánast úti. Það skiptir engu máli fyrir okkur, það er engin pressa á okkur," sagði Guðni sem spáir sigri.

„Ég spái 1-0 fyrir okkur. Eiður Smári kemur inn á og setur hann eftir hornspyrnu frá Gylfa. Þá verður allt vitlaust."

Fór ekki úr líkamanum eins og Gummi Ben
Meðfram kosningabaráttu sinni hefur Guðni náð að fylgjast með landsliði Íslands á EM. Hann fagnaði sigurmarkinu gegn Austurríki eins og öll þjóðin.

„Ég segi ekki að ég hafi farið út úr líkamanum eins og Gummi Ben en það var nánast þannig. Ég horfði á leikinn á góðum stað með gömlum bekkjarfélögum. Það var ógleymanlegt að finna hvernig við stöndum öll saman á stundum eins og þessum. Fyrir utan völlinn greinir okkur stundum á en þetta er vettvangurinn til að finna að við erum í sama liði. Við erum öll Íslendingar."

Gleymdi treyjunni sinni heima
Guðni er mættur í íslensku landsliðstreyjunni og hann ætlar að sjálfsögðu vera í henni í stúkunni í kvöld. Hann gleymd treyjunni heima hjá sér en tókst að útvega annarri í tæka tíð.

„Við pökkuðum í gærkvöldi og gripum treyjurnar með. Ég á fjögur börn og tvö þeirra eiga landsliðstreyju. Við pökkuðum treyju eldri stráksins og ég hélt að ég hefði tekið mína með. Þegar ég vaknað í morgun þá var ég með treyju sex ára stráksins. Þessari treyju var síðan reddað á síðustu stundu."

Guðni hefði troðið sér í treyjuna af syninum ef ekki hefði tekist að fá nýja treyju. „Ég hefði gert það fyrir liðið, fyrir land og þjóð," sagði Guðni léttur.
Athugasemdir
banner