Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
   mán 27. júní 2016 14:44
Magnús Már Einarsson
Nice
Guðni Th.: Hefði farið í treyju af sex ára
Icelandair
Guðni Th. Jóhannesson glaðbeittur í Nice í dag.
Guðni Th. Jóhannesson glaðbeittur í Nice í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Th. Jóhannesson, nýkjörinn foreti Íslands, er mættur til Nice til að fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitunum á EM í kvöld.

„Mín er ánægjan og heiðurinn að vera hérna. Ég er mikill íþróttaáhugamaður," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag en hann er brattur fyrir leikinn.

„Ef við höldum jöfnu fram yfir hálfleik þá fara þeir á taugum. Við finnum sjálfstraustið sem býr í okkur. Þeir vita að ef þeir tapa þá er ferill þeirra nánast úti. Það skiptir engu máli fyrir okkur, það er engin pressa á okkur," sagði Guðni sem spáir sigri.

„Ég spái 1-0 fyrir okkur. Eiður Smári kemur inn á og setur hann eftir hornspyrnu frá Gylfa. Þá verður allt vitlaust."

Fór ekki úr líkamanum eins og Gummi Ben
Meðfram kosningabaráttu sinni hefur Guðni náð að fylgjast með landsliði Íslands á EM. Hann fagnaði sigurmarkinu gegn Austurríki eins og öll þjóðin.

„Ég segi ekki að ég hafi farið út úr líkamanum eins og Gummi Ben en það var nánast þannig. Ég horfði á leikinn á góðum stað með gömlum bekkjarfélögum. Það var ógleymanlegt að finna hvernig við stöndum öll saman á stundum eins og þessum. Fyrir utan völlinn greinir okkur stundum á en þetta er vettvangurinn til að finna að við erum í sama liði. Við erum öll Íslendingar."

Gleymdi treyjunni sinni heima
Guðni er mættur í íslensku landsliðstreyjunni og hann ætlar að sjálfsögðu vera í henni í stúkunni í kvöld. Hann gleymd treyjunni heima hjá sér en tókst að útvega annarri í tæka tíð.

„Við pökkuðum í gærkvöldi og gripum treyjurnar með. Ég á fjögur börn og tvö þeirra eiga landsliðstreyju. Við pökkuðum treyju eldri stráksins og ég hélt að ég hefði tekið mína með. Þegar ég vaknað í morgun þá var ég með treyju sex ára stráksins. Þessari treyju var síðan reddað á síðustu stundu."

Guðni hefði troðið sér í treyjuna af syninum ef ekki hefði tekist að fá nýja treyju. „Ég hefði gert það fyrir liðið, fyrir land og þjóð," sagði Guðni léttur.
Athugasemdir