Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 10. desember 2016 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville svarar Karius: Misheppnaður þjálfari veit ekki neitt
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky, og Loris Karius, markvörður Liverpool, hafa átt í miklum orðaskiptum upp á síðkastið og er farið að hitna í kolunum ef svo má segja.

Þetta byrjaði allt þegar Neville gagnrýndi Karius í 4-3 tapi Liverpool gegn Bournemouth. Staðan var 3-3 og lítið eftir er Steve Cook, varnarmaður Bournemouth, átti skot sem Karius varði beint fyrir fætur Nathan Ake sem átti ekki í erfiðleikum með að afreiða boltann í netið.

Karius ákvað að svara gagnrýninni frá Neville í viðtali við Daily Mail, en þar sagðist honum vera alveg sama hvað Gary Neville hefði að segja.

Neville var ekki lengi að svara þessu frá Karius, en hann setti inn færslu á Instagram.

„Ég vil biðja Karius innilegrar afsökunar," sagði Neville. „Þú hefur rétt fyrir þér. Misheppnaður þjálfari veit ekki neitt."



Sjá einnig:
Karius: Mér er alveg sama hvað Gary Neville segir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner