banner
   fös 03. mars 2017 15:05
Magnús Már Einarsson
Víkingur R. fær fyrrum framherja Ajax (Staðfest)
Geoffrey fagnar marki í leik með NEC Nijmegen.
Geoffrey fagnar marki í leik með NEC Nijmegen.
Mynd: Getty Images
Geoffrey í leik í hollensku úrvalsdeildinni með Heracles.
Geoffrey í leik í hollensku úrvalsdeildinni með Heracles.
Mynd: Getty Images
Víkingur R. hefur fengið hollenska framherjann Geoffrey Castillion í sínar raðir. Geoffrey fékk leikheimild með Víkingi í dag.

Hinn 25 ára gamli Geoffrey ólst upp hjá Ajax og lék einn leik með liðinu í hollensku úrvalsdeildinni áður en hann fór frá félaginu árið 2014.

Geoffrey lék hins vegar með RKC Waalwijk, Heracles Almelo og NEC Nijmegen á láni í hollensku úrvalsdeildinni á meðan hann var á mála hjá Ajax.

2011/2012 skoraði Geoffrey sex mörk í úrvalsdeildinni með Waalwijk og tímabilið eftir það skoraði hann þrjú mörk með Heracles.

Árið 2014 fór Geoffrey til New England Revolution í MLS-deildinni í Bandaríkjunum þar sem hann stoppaði stutt við.

Eftir dvöl hjá Universitatea Cluj í Rúmeníu þá fór Geoffrey til Debrecen í úrvalsdeildinni í Ungverjalandi árið 2015.

Víkingur hefur misst framherjana Gary Martin, Óttar Magnús Karlsson og Viktor Jónsson í vetur og Geoffrey á að fylla skarð þeirra.

Á dögunum fengu Víkingar einnig miðjumennina Milos Ozegovic og Muhammed Mert til liðs við sig en sá síðarnefndi spilar framarlega á miðjunni.

Komnir:
Geoffrey Castillion frá Debrecen
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson frá Haukum
Muhammed Mert frá Hollandi
Milos Ozegovic frá Radnicki Pirot
Ragnar Bragi Sveinsson frá Fylki
Örvar Eggertsson frá Breiðabliki

Farnir:
Gary Martin til Lokeren
Igor Taskovic í Fjölni
Josip Fucek til Rúmeníu
Kristófer Páll Viðarsson í KA (Á láni)
Marko Perkovic
Óttar Magnús Karlsson í Molde
Stefán Þór Pálsson í ÍR
Viktor Jónsson í Þrótt R.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner