Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 07. mars 2017 16:15
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Viðar Ari: Gústi á stóran part í félagaskiptunum
Viðar Ari Jónsson.
Viðar Ari Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var lítill gutti. Ég ætlaði alltaf að spila með Ronaldo. Þetta er kannski aðeins öðruvísi en maður hélt sem gutti en það er bara gjörsamlega geggjað að ná þessum áfanga," sagði bakvörðurinn Viðar Ari Jónsson við Fótbolta.net í dag en hann er kominn út í atvinnumennsku eftir að hafa samið við Brann í Noregi.

„Ég stefni bara enn lengra og númer 1, 2 og 3 að halda mér inni í A-landsliðinu og standa mig úti hjá Brann. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum, og finnst frábært að sjá alla aukavinnuna skila sér núna."

Viðar hefur talað um það í vetur að hugurinn leitaði út eftir góða frammistöðu með Fjölni í fyrra. „Ég var alltaf bjartsýnn og ákveðinn í því að komast út í atvinnumennsku. Það hefur klárlega hjálpað mér. Svo fékk maður alltaf gott back-up frá þjálfurum og vinum sem minntu mann á að maður ætti séns í þetta. Ég fór að æfa aukalega ungur og það er að skila sér, ekki spurning."

Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, lék með Brann við góðan orðstír frá 1995 til 1998 og hann átti þátt í félagaskiptum Viðars.

„Ég er mjög þakklátur Fjölni fyrir þetta tækifæri og bara fyrir allt gegnum tíðina. Gústi Gylfa á stóran part í því að ég sé á leið til Brann. Það er ekki spurning og ekki skemmir fyrir að hann sé legend í klúbbnum og ég á honum mikið að þakka."

Brann endaði í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni í fyrra og Viðar er spenntur að spila með liðinu. „Mér líst hrikalega vel á félagið. Völlurinn og umgjörðin kringum allt er mjög stór og mikil og svo er þetta með stærri klúbbunum í Noregi og Skandinavíu. Allir hjá liðinu eru mjög almennilegir og vilja allt fyrir mann gera. Ég er þess vegna mjög spenntur að koma mér fyrir í Bergen með kærustunni minni sem ætlar í skiptinám þarna úti."

Viðar var á reynslu hjá Brann í síðustu viku og hann fann mun á íslenska norska boltanum. „Hraðinn og ákefðin er töluvert meiri en hér heima. Þannig ég myndi segja að það væri helsti munurinn. Fótbolta gæðin eru sennilega meiri í Noregi en í Pepsi deildinni en það er alls ekkert langt þar á milli. Stærsta skrefið á milli þessara deilda er hraðinn og tempóið, það er mikið meira en maður er vanur, en ég er viss um að ég muni aðlagast því fljótt og verð í topp standi þegar tímabilið hefst," sagði Viðar sem vonast eftir sæti í byrjunarliðinu.

„Að sjálfsögðu vonast ég eftir því en maður er nýr í klúbbnum svo ég þarf að vinna mig inn í byrjunarliðið. Ég ætla gera mitt allra besta og þá er ég viss um að ég kem sterklega til greina í byrjunarliðið hjá Brann. Það er hins vegar ekkert gefið í þessu," sagði Viðar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner