Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   sun 17. september 2017 19:08
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Milos: Mínir menn fóru ekki eftir fyrirmælum
Milos var óánægður með sína menn í dag
Milos var óánægður með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks var óánægður með sína menn er liðið tapaði gegn Grindavík, 4-3 í dag. Stífur vindur var á annað mark vallarins og setti það strik sinn í reikninginn.

„Veðrið stjórnaði því hver yrði með yfirhöndina í hálfleikunum. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en við komumst yfir og gátum komið í veg fyrir jöfnunarmarkið auðveldlega. Þeir voru með væna forystu, 3-1. Bara verðskuldað," sagði Milos.

Líkt og áður segir var afleitt veður í Grindavík í dag. Stífur vindur á annað markið og ringdi duglega.

„Ég vil byrja á að segja að ég get ekki svarað þessu. Ég var ekki að spila, ég var á hliðarlínunni. Ef ég þarf að velja veður til þess að spila fótboltaleiki þá myndi ég ekki sjálfur gera það. Margir myndu segja að ég sé að væla. Engu að síður fannst mér við alltof klaufalegir og alltof mörg einstaklingsmistök til þess að vinna gott lið eins og Grindavík. Við þurfum að vera raunhæfir og horfa í augun á hvorum öðrum og spyrja sig afhverju okkar bestu menn eru að gera mistök. Ég get ekki annað sagt en að þetta er einbeitningarleysi eða sakna þess að komast í frí sem fyrst. Eins og staðan er, erum við í skítamálum."

Breiðablik sótti töluvert á mark Grindavíkur með vindinn í bakið í seinni hálfleik í stöðunni 3-2. Það voru hins vegar Grindvíkingar sem juku muninn og komust í 4-2.

„Það má alveg segja fyrir þennan leik. Þeir eru með Andra en ekki við. Við fengum fullt af færum og meira að segja hálfs metra færi en náum ekki að skora."

Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk í kvöld og er nú kominn með 18 mörk í deildinni. Aðeins eitt mark vantar upp á að jafna markametið fræga. Milos var óánægður með sína menn sem fylgdu ekki fyrirmælum í að stoppa framherjann.

„Það er alls ekki erfitt að leggja upp leik. En það er erfitt að fá menn að fókusera menn á það sem á að gera. Mjög einfalt að passa upp á Andra. Ég ætla ekki að segja það núna því það lítur ekki þannig út. Hann skoraði tvö mörk. En ég get alveg sagt frá A-Ö að mínir menn fóru ekki eftir fyrirmælum í fyrsta skiptið í sumar."

Milos skynjar það að leikmenn Breiðabliks vilji komast sem fyrst í sumarfrí.

„Það leit þannig út í minnsta kosti í 25 mínútur á móti KR og svo vorum við að vorkenna okkur því það var vont veður í upphafi. Þegar við áttum okkur svo á því að við þurfum að spila þá er það orðið seint."

Leiknum í dag var seinkað vegna þess að myndatökumaður var seinn á leikinn. Milos telur þó að það hafi ekki truflað undirbúninginn fyrir leikinn.

„Nei alls ekki. En þetta er bara, að sjónvarpsstofa geti stoppað hvenær leikur byrjar. Svona er þetta. Við erum á Íslandi, ekki á Spáni."
Athugasemdir
banner
banner
banner