Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fim 16. maí 2024 08:35
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram
Powerade
Ollie Watkins.
Ollie Watkins.
Mynd: Getty Images
Jean-Philippe Mateta.
Jean-Philippe Mateta.
Mynd: Getty Images
Watkins, Sesko, Mateta, Salah, Alisson, Ten Hag, Tuchel, Mourinho. Hér er slúðurpakkinn í boði Powerade.

Manchester United vill fá enska framherjann Ollie Watkins (28) frá Aston Villa þar sem hann hakar við þau box sem félagið leitar eftir. (Talksport)

Arsenal er að íhuga að gera 60 milljón punda tilboð í Benjamin Sesko (20), slóvenskan framherja RB Leipzig. (Telegraph)

Egypski framherjinn Mohamed Salah (31) og brasilíski markvörðurinn Alisson Becker (31) eru meðal efstu nafna á blaði Sádi-arabísku deildarinnar fyrir sumarið. (Guardian)

Möguleikar Erik ten Hag (54) á að vera áfram stjóri Manchester United eru metnir 50/50 en framtíð Hollendingsins verður ákveðin eftir úrslitaleik FA-bikarsins þann 25. maí. (Guardian)

Thomas Tuchel, sem er á lista Manchester United yfir mögulega kosti í stað Ten Hag, er í viðræðum um að vera áfram hjá Bayern München en hann hafði ætlað að fara í lok tímabilsins. (Times)

Paris St-Germain er að íhuga að reyna að fá Jean-Philippe Mateta (26), franskan framherja Crystal Palace. (Sun)

Chelsea hefur undirbúið nýtt tilboð í Willian Estevao (17) kantmann Palmeiras eftir að hafa náð munnlegu samkomulagi við þennan brasilíska unglingalandsliðsmann í síðustu viku. (Fabrizio Romano)

Þrátt fyrir að komast í Meistaradeildina þarf Aston Villa að selja að minnsta kosti einn leikmann gegn verulegu gjaldi í sumar til að uppfylla reglur um hagnað og sjálfbærni ensku úrvalsdeildarinnar. (Sun)

Jose Mourinho fyrrum stjóri Chelsea, Manchester United og Tottenham er á óskalista Sádi-arabíska liðsins Al-Qadsiah. (Mail)

Chelsea mun vinna sér inn fimm milljónir punda í bónus samkvæmt skilmálum í sölu Eden Hazard (33) til Real Madrid 2019 eftir að spænska liðið komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þrátt fyrir að Hazard lagði skóna á hilluna fyrir sjö mánuðum síðan. (Telegraph)

Manchester United hefur áhuga á að fá enska varnarmanninn Jarrad Branthwaite (21) og belgíska miðjumanninn Amadou Onana (22) frá Everton. (Manchester Evening News)

Skoski framherjinn Che Adams (27) er í viðræðum við Wolves um frjálsa sölu þegar samningur hans við Southampton rennur út í lok tímabilsins. (Football Transfers)

AC Milan og Sevilla íhuga að fá Fabio Silva (21), portúgalskan framherja Wolves. (Caught Offside)

Borussia Dortmund hefur áhuga á að fá enska miðjumanninn Jobe Bellingham (18) frá Sunderland. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner