Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   fim 16. maí 2024 08:47
Elvar Geir Magnússon
Celtic tryggði sér skoska meistaratitilinn með miklum stæl
Joe Hart markvörður Celtic var fremstur í flokki þegar Celtic fagnaði titlinum.
Joe Hart markvörður Celtic var fremstur í flokki þegar Celtic fagnaði titlinum.
Mynd: Getty Images
Celtic innsiglaði tólfta skoska meistaratitil sinn á þrettán árum með því að vinna 5-0 útisigur gegn Kilmarnock í gær. Þetta var líklega besta frammistaða Celtic á tímabilinu.

Celtic dugði eitt stig til að innsigla meistaratitilinn en liðið gerði gott betur en það oh hélt flugeldasýningu á velli þar sem liðið hafði tapað í tveimur síðustu heimsóknum sínum.

Miðjumaðurinn Matt O'Riley, sem valinn hefur verið leikmaður ársins hjá Celtic, skoraði tvívegis í leiknum í gær.

Adam Idah, Daizen Maeda og James Forrest skoruðu einnig.

Kilmarnock, sem hefur átt afskaplega flott tímabil, mætti ofjörlum sínum en eftir leikinn klöppuðu stuðningsmenn fyrir sínu liði. Kilmarnock hafði þegar tryggt sér fjórða sæti skosku úrvalsdeildarinnar.

„Frammistaða okkar var frábær. Leikmenn sýndu allt sem ég vil sjá frá mínu liði, tækni, hraða, kraft, sköpunarmátt. Það var allt til staðar. Þetta var frábær leið til að innsigla titilinn," segir Brendan Rodgers, stjóri Celtic.

Celtic mun taka á móti meistarabikarnum á laugardag, eftir heimaleik gegn St Mirren í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner