Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   fim 16. maí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Zerbi: Ekki góð frammistaða hjá dómaranum
Mynd: EPA
Roberto De Zerbi var ekki sáttur með dómgæsluna eftir tap Brighton á heimavelli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Hann vildi fá vítaspyrnu í tapinu og segir að gæðastig dómara í deildinni sé ekki nægilega gott.

„Við töpuðum gegn toppliði sem er með mikið af frábærum leikmönnum innanborðs. Við spiluðum ekki vel fyrstu 20 mínúturnar en áttum góðan leik eftir það. Núna höfum við einn leik í viðbót til að tryggja tíunda sætið," sagði De Zerbi.

„Mér líkaði ekki vel við dómarann í dag, mér fannst þetta ekki góð frammistaða hjá honum. Við áttum að fá augljósa vítaspyrnu en að mínu viti er vandamálið ekki VAR tæknin, heldur gæðastig dómara í deildinni."

Brighton er í tíunda sæti með 48 stig eftir 37 umferðir og getur tryggt sér sætið með sigri á heimavelli gegn Manchester United í lokaumferð tímabilsins.

„Ég er ánægður með hvernig okkur hefur gengið á tímabilinu en ég er vonsvikinn því ég hefði viljað berjast um eitthvað. Við munum vera betri á næstu leiktíð.

„Við höfum verið ótrúlega óheppnir með meiðsli og margir leikmenn eru enn að læra inn á hvorn annan. Við erum búnir að fara í gegnum erfitt tímabil og stuðningsmenn skilja það, þeir hafa stutt við bakið á okkur í gegnum þetta allt saman.

„Við höfum verið að spila vel en töpuðum alltof mörgum stigum á heimavelli, sérstaklega á fyrri hluta tímabils. Það hefur kostað okkur."


Brighton er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar yfir árangur liða á heimavelli og í 13. sæti yfir árangur liða á útivelli.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 6 4 2 0 14 6 +8 14
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Newcastle 6 3 2 1 8 7 +1 11
6 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner