mið 15. ágúst 2018 16:15
Fótbolti.net
Lið 16. umferðar í Inkasso: Þriðja þrennan í sumar
Þriðja þrennan í sumar! Viktor Jónsson skoraði þrennu gegn Magna.
Þriðja þrennan í sumar! Viktor Jónsson skoraði þrennu gegn Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Gunnarsson var mjög öflugur gegn Leikni R.
Bjarni Gunnarsson var mjög öflugur gegn Leikni R.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Fjögur af fimm efstu liðunum í Inkasso-deildinni unnu sína leiki í 16. umferðinni. Topplið ÍA lagði Fram 2-0 þar sem Stefán Teitur Þórðarson skoraði bæði mörkin og Hallur Flosason átti góðan leik í bakverðinum. Hallur er nýkominn á fulla ferð eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

HK, sem er í 2. sæti, vann 2-0 útisigur á Leikni R. Arnar Freyr Ólafsson hélt hreinu gegn gömlu félögunum úr Breiðholtinu og Bjarni Gunnarsson var gríðarlega ógnandi allan leikinn.

Það var áfram spænsk sveifla í þorpinu þar sem Alvaro Montejo Calleja og Nacho Gil skoruðu báðir tvívegis í 5-3 sigri Þórs á ÍR.

Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur var maður leiksins í mjög mikilvægum sigri á Haukum. Arnar Helgi Magnússon átti einnig góðan dag í bakverðinum þar.

Guðmundur Axel Hilmarsson, ungur varnarmaður Selfyssinga, hjálpaði liðinu að landa stigi á útivelli gegn Víkingi Ólafsvík.

Viktor Jónsson skoraði þriðju þrennu sína í sumar í 5-3 sigri Þróttar á Magna en Daði Bergsson skoraði einnig þar og sýndi góða takta á kantinum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner