Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 05. nóvember 2018 14:15
Magnús Már Einarsson
Viktor Jóns í einlægu viðtali: Betur staddur andlega núna
Viktor skoraði fimm þrennur í Inkasso-deildinni í sumar og var valinn leikmaður tímabilsins í deildinni.
Viktor skoraði fimm þrennur í Inkasso-deildinni í sumar og var valinn leikmaður tímabilsins í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor samdi við ÍA á föstudaginn.
Viktor samdi við ÍA á föstudaginn.
Mynd: ÍA
Framherjinn Viktor Jónsson samdi fyrir helgi við ÍA en hann hefur raðað inn mörkum með Þrótti í Inkasso-deildinni undanfarin ár. KA hafði einnig náð samkomulagi við Þrótt um kaupverð en ÍA varð ofan á hjá Viktori.

„Mér leist betur á það sem Jói Kalli (Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA) sagði. Ég átti gott samtal við bæði Jóa Kalla og Óla (Stefán Flóventsson, þjálfara KA). Jói Kalli tikkaði í þau box sem ég hafði verið að pæla í. Ákvörðunin skapaðist út frá því. Eftir að ég hitti Jóa var ég sannfærður um að þetta væri rétta skrefið fyrir mig," sagði Viktor í viðtali við Fótbolta.net í dag.

„Það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um á næsta tímabili er að fá að spila. Ég hef ekki ennþá fengið þetta 100% traust sem ég þarf á að halda í Pepsi-deildinni. Ég þarf á trausti að halda og held að framherjar þurfi á miklu trausti að halda til að standa sig. Hann var tilbúinn að veita mér það traust."

„Maður er líka að hugsa um að fara lengra en að spila hérna heima. Hann ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að bæta mig sem leikmann og gera mig tilbúinn í atvinnumennskuna."


Vildi ekki fara út
Erlend félög sýndu Viktori áhuga í haust en hann vildi sjálfur spila fyrst í Pepsi-deildinni áður en hann fer út.

„Það var áhugi frá Svíþjóð og Danmörk. Það var danskt félag sem hafði samband við Þrótt en mér fannst það ekki alveg nógu spennandi. Mér finnst ég líka fyrst þurfa að taka skrefið fyrst upp í Pepsi og sanna fyrir sjálfum mér að ég geti spilað á hærra leveli en í 1. deildinni. Ef ég stend mig í Pepsi þá er ég tilbúinn að taka næsta skref. Fólk sagði við mig að það væri minna áhætta að fara út en ég verð að taka eitt tímabil hér í viðbót og sanna fyrir sjálfum mér að ég geti meira en að spila í 1. deildinni hérna heima," sagði Viktor.

Viktor skoraði 22 mörk með Þrótti í sumar og var valinn bestur í Inkasso-deildinni þrátt fyrir að hafa lítið náð af undirbúningstímabilinu fyrir síðasta tímabil. Viktor á þrjú tímabil að baki með Þrótti og segir erfitt að kveðja félagið.

„Það er mjög erfitt. Það hafa allir komið rosalega vel fram á við og líður vel þarna. Það er gott fólk þarna í kring og það er leiðinlegt að kveðja það. Þetta er tímabært skref sem ég verð að taka. Stundum þarf maður að gera hluti sem maður vill ekki gera þannig séð,"

Þroskaðari núna en 2016
Viktor er uppalinn hjá Víkingi R. og hann spilaði með liðinu í Pepsi-deildinni 2016. Þá skoraði hann eitt mark í átján leikjum og átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu.

„Ég held að það sé kominn tími til þess að ég sýni fyrir mér og öðrum að ég hafi gæði til að spila þarna. Helsti munurinn á mér núna og 2016 er hausinn. Mér finnst ég vera miklu betur staddur andlega og ég held að það muni vega þungt," sagði Viktor.

„Ég held að ég hafi ekki verið búinn að taka út nógu mikinn þroska andlega. Ég brotnaði snemma niður þegar ég fékk lítil tækifæri og lítið traust. Ég fann í raun aldrei fyrir traustinu sem ég þurfti á að halda hjá Milos í Víkingi. Mér líður miklu sterkari andlega núna."

Hér að ofan má sjá viðtalið við Viktor í heild en þar ræðir hann einnig um ÍA, sumarið í ár og tónlistarferil sinn.
Athugasemdir
banner
banner