Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 05. nóvember 2018 14:15
Magnús Már Einarsson
Viktor Jóns í einlægu viðtali: Betur staddur andlega núna
Viktor skoraði fimm þrennur í Inkasso-deildinni í sumar og var valinn leikmaður tímabilsins í deildinni.
Viktor skoraði fimm þrennur í Inkasso-deildinni í sumar og var valinn leikmaður tímabilsins í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor samdi við ÍA á föstudaginn.
Viktor samdi við ÍA á föstudaginn.
Mynd: ÍA
Framherjinn Viktor Jónsson samdi fyrir helgi við ÍA en hann hefur raðað inn mörkum með Þrótti í Inkasso-deildinni undanfarin ár. KA hafði einnig náð samkomulagi við Þrótt um kaupverð en ÍA varð ofan á hjá Viktori.

„Mér leist betur á það sem Jói Kalli (Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA) sagði. Ég átti gott samtal við bæði Jóa Kalla og Óla (Stefán Flóventsson, þjálfara KA). Jói Kalli tikkaði í þau box sem ég hafði verið að pæla í. Ákvörðunin skapaðist út frá því. Eftir að ég hitti Jóa var ég sannfærður um að þetta væri rétta skrefið fyrir mig," sagði Viktor í viðtali við Fótbolta.net í dag.

„Það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um á næsta tímabili er að fá að spila. Ég hef ekki ennþá fengið þetta 100% traust sem ég þarf á að halda í Pepsi-deildinni. Ég þarf á trausti að halda og held að framherjar þurfi á miklu trausti að halda til að standa sig. Hann var tilbúinn að veita mér það traust."

„Maður er líka að hugsa um að fara lengra en að spila hérna heima. Hann ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að bæta mig sem leikmann og gera mig tilbúinn í atvinnumennskuna."


Vildi ekki fara út
Erlend félög sýndu Viktori áhuga í haust en hann vildi sjálfur spila fyrst í Pepsi-deildinni áður en hann fer út.

„Það var áhugi frá Svíþjóð og Danmörk. Það var danskt félag sem hafði samband við Þrótt en mér fannst það ekki alveg nógu spennandi. Mér finnst ég líka fyrst þurfa að taka skrefið fyrst upp í Pepsi og sanna fyrir sjálfum mér að ég geti spilað á hærra leveli en í 1. deildinni. Ef ég stend mig í Pepsi þá er ég tilbúinn að taka næsta skref. Fólk sagði við mig að það væri minna áhætta að fara út en ég verð að taka eitt tímabil hér í viðbót og sanna fyrir sjálfum mér að ég geti meira en að spila í 1. deildinni hérna heima," sagði Viktor.

Viktor skoraði 22 mörk með Þrótti í sumar og var valinn bestur í Inkasso-deildinni þrátt fyrir að hafa lítið náð af undirbúningstímabilinu fyrir síðasta tímabil. Viktor á þrjú tímabil að baki með Þrótti og segir erfitt að kveðja félagið.

„Það er mjög erfitt. Það hafa allir komið rosalega vel fram á við og líður vel þarna. Það er gott fólk þarna í kring og það er leiðinlegt að kveðja það. Þetta er tímabært skref sem ég verð að taka. Stundum þarf maður að gera hluti sem maður vill ekki gera þannig séð,"

Þroskaðari núna en 2016
Viktor er uppalinn hjá Víkingi R. og hann spilaði með liðinu í Pepsi-deildinni 2016. Þá skoraði hann eitt mark í átján leikjum og átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu.

„Ég held að það sé kominn tími til þess að ég sýni fyrir mér og öðrum að ég hafi gæði til að spila þarna. Helsti munurinn á mér núna og 2016 er hausinn. Mér finnst ég vera miklu betur staddur andlega og ég held að það muni vega þungt," sagði Viktor.

„Ég held að ég hafi ekki verið búinn að taka út nógu mikinn þroska andlega. Ég brotnaði snemma niður þegar ég fékk lítil tækifæri og lítið traust. Ég fann í raun aldrei fyrir traustinu sem ég þurfti á að halda hjá Milos í Víkingi. Mér líður miklu sterkari andlega núna."

Hér að ofan má sjá viðtalið við Viktor í heild en þar ræðir hann einnig um ÍA, sumarið í ár og tónlistarferil sinn.
Athugasemdir
banner