Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 07. júní 2019 13:51
Elvar Geir Magnússon
Telur sig geta nýtt sér veikleika í íslenska liðinu
Icelandair
Edy Reja.
Edy Reja.
Mynd: Getty Images
„Ef við náum að nýta okkur veikleika íslenska liðsins þá gætum við farið heim með stigin þrjú," segir Edy Reja, þjálfari Albaníu.

Þessi reynslumikli ítalski þjálfari er nýtekinn við albanska liðinu. Hann er 73 ára gamall fyrrum stjóri Lazio og Napoli svo fáein lið séu nefnd.

„Íslenska liðið er öflugt í föstum leikatriðum og leikmenn liðsins eru sterkir í loftinu og skipulagðir. Þá er liðsheild þeirra öflug."

Reja sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag en þar talaði hann meðal annars um að sitt lið hafi skort sjálfstraust fyrir mark andstæðingana.

Hann vill að sitt lið sæki til sigurs í leiknum á morgun, sín hugmyndafræði snúist um sóknarleik. Leikur Íslands og Albaníu hefst klukkan 13:00 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner