Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 29. ágúst 2019 17:29
Elvar Geir Magnússon
Van Dijk leikmaður ársins hjá UEFA
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag.

Við sama tilefni veitti UEFA ýmis verðlaun en þau stærstu voru fótboltamaður ársins.

Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk hjá Liverpool hlaut þau verðlaun.

Van Dijk var maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem Liverpool vann. Þá komst hann einnig í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar með hollenska landsliðinu.

Eftir að hafa tekið við verðlaunum sínum opinberaði Van Dijk að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldinho hafi verið hans helsta fyrirmynd í æsku.

Van Dijk fékk önnur verðlaun í dag. Hann var valinn besti varnarmaður Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.

Liðsfélagi hans, Alisson, var valinn besti markvörðurinn.

Frenkie de Jong sem gerði garðinn frægan með Ajax var valinn besti varnarmaðurinn en hann er nú kominn til Barcelona.

Talandi um Barcelona. Lionel Messi var valinn besti sóknarmaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner