„Við erum í þeirri ótrúlegu stöðu að vera ekki með skýrar hugmyndir um það hvernig við eigum að nálgast næsta tímabil. Við höfum aldrei verið í þessari stöðu áður, í rauninni enginn hjá félaginu, segir Birgir Tjörvi Pétursson, formaður Gróttu.
Grótta vann það magnaða afrek að vinna Inkasso-deildina um síðustu helgi og komast í fyrsta sinn upp í efstu deild. Árangur liðsins hefur verið með ólíkindum en það lék í 2. deild í fyrra.
Birgir segir að félagið ætli sér að nálgast komandi verkefni af auðmýkt en er alveg hreinskilinn með það að félagið viti ekki alveg út í hvað það sé að fara.
Grótta vann það magnaða afrek að vinna Inkasso-deildina um síðustu helgi og komast í fyrsta sinn upp í efstu deild. Árangur liðsins hefur verið með ólíkindum en það lék í 2. deild í fyrra.
Birgir segir að félagið ætli sér að nálgast komandi verkefni af auðmýkt en er alveg hreinskilinn með það að félagið viti ekki alveg út í hvað það sé að fara.
„Hvernig tekst klúbburinn á við þetta, hvaða kröfur þurfum við að uppfylla og hvernig á að gera þetta allt saman? Um mitt sumar þegar við vorum að ræða möguleikana á að fara upp þá var fólk kannski hrætt við að smita andrúmslofti sem yrði til þess að menn færu að fljúga of nálægt sólinni, við myndum bara klúðra þessu," segir Birgir.
„Svo fór að draga nær og líkurnar að aukast. Þá fór fólk að pæla hvort við ættum núna að setjast niður og pæla í þessu. Ákvörðunin frestaðist alltaf en við höfum verið að velta þessu fyrir okkur og í laumi hefur maður verið að lesa KSÍ reglugerðina."
„Þetta ótrúlega skrítin staða. Svo þegar deildinni er lokið er fólk pínu búið á því og spennufallið mikið. Fólk þarf aðeins að anda en nú er mjög mörgum spurningum ósvarað um það hvað við gerum núna. Hvernig við eigum að taka þessa hugmyndafræði okkar og lyfta henni upp á næsta stig, hvernig við undirbúum þennan hóp fyrir það að takast á við þessa áskorun að mæta þessum risafélögum í íslenskum fótbolta."
„Við höfum kallað eftir því frá leikmönnum og þjálfurum að leggja í púkk hvernig við viljum nálgast þetta. Fólk er að taka sér frí en við hittumst eftir nokkra daga, í næstu viku, og berum saman bækur og byrjum að stilla upp þessu plani," segir Birgir.
Talað um að það væri best að fara ekki upp
Uppgangur Gróttu síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson kom inn með sína hugmyndafræði hefur verið gríðarlega hraður. Birgir viðurkennir að í sumar hafi verið umræða á Seltjarnarnesi um það hvort í raun væri best fyrir liðið að fara ekki upp.
„Sumir fóru að tala um hvort það væri kannski best að við færum ekki upp, enda í þriðja sæti eða eitthvað. Vera í toppbaráttu, ógeðslega gaman, fara næstum upp. Svo þegar fór að líða þá var þetta orðið það gaman og tilhugsunin um að ná svona árangri var orðin svo spennandi og eftirvæntingin eftir því þá fór hugsunin að snúast við. Sú tilfinning var yfirsterkari á endanum og fólk komst á þann stað að þetta yrði rosalega skemmtilegt," segir Birgir.
Hann segir að Grótta ætli að halda í sín gildi þó félagið sé að fara að takast á við miklu stærra svið.
„Við ætlum ekkert að koma þarna og vera áhorfendur. En við gerum okkur grein fyrir því hverjar takmarkanirnar eru. Það eru allir sammála um að við ætlum ekki að reyna að kópera það sem hinir eru að gera. Ég er ekki að segja að það sé röng nálgun en við eigum ekki möguleika á því án þess að skemma innviði félagsins. Við getum ekki farið að breyta okkar nálgun og teygja okkur upp í hæstu hæðir. Það er of mikil áhætta fyrir svona lítið félag og við eigum heldur ekki möguleika á því. Við verðum alltaf að smíða stakk eftir vexti."
„Það eru allir rosalega spenntir og þetta verður örugglega gaman. Við höfum fundið rosalegan meðbyr með því sem við höfum gert hjá okkur. Við getum ekki farið að valda öllum þeim sem hafa stutt okkur á þeim grundvelli vonbrigðum og skipta út öllum gildunum og fara að gera eitthvað allt annað. Við sjáum hvað gerist en það er svo sannarlega mjög mikil vinna framundan."
Náðu ekki markmiðum sínum!
Birgir segir að Grótta ætli að njóta þess til hins ítrasta að spila í efstu deild. Þegar Óskar Hrafn tók við fyrir sumarið 2018 gerði hann þriggja ára samning.
„Við vorum með þriggja ára plan sem miðaði út frá því að vera um miðja 2. deild sumarið 2018 og koma ungu strákunum almennilega inn í fullorðinsfótboltann. Svo ætluðum við upp 2019 og festa okkur í Inkasso 2020. Við vorum búnir að teikna þetta upp," segir Birgir og bætir við kíminn:
„Svo erum við aðeins komin fram úr okkur og við náðum ekki markmiðum okkar að halda okkur í Inkasso-deildinni!"
„Við höfum fundið fyrir rosalegum meðbyr í okkar nærsamfélagi og í raun um allt land. Við ætlum á einhvern hátt að reyna að nýta okkur það. Mér finnst þetta vera sérstakt verkefni, sérstakt mál. Maður upplifir svipað og Íslendingar gerðu þegar Ísland komst fyrst á EM og fór í 8-liða úrslit. Við ætlum að nálgast þetta af auðmýkt, við vitum að við erum ekkert endilega orðið varanlegt fyrirbæri í efstu deild. Velgengnin má ekki stíga manni til höfuðs," segir Birgir Tjörvi Pétursson.
Sjá einnig:
Gróttumenn búa sig ekki undir annað en að Óskar verði áfram
Athugasemdir