Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 25. september 2019 17:15
Elvar Geir Magnússon
Arnar fékk 16 nýja leikmenn rétt fyrir gluggalok
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Getty Images
„Þetta hafa í raun bara verið súrrealískar aðstæður sem við höfum verið staddir í síðustu vikurnar," segir Arnar Grétarsson, þjálfari belgíska B-deildarliðsins Roeselare, í viðtali við Fréttablaðið.

Það hefur gustað vel um félagið en Arnar tók við því fyrir tímabilið en umhvarfið hefur vægast sagt verið sérstakt.

„Þegar ég kem hingað eru níu útispilarar og fimm markmenn á samningi hjá félaginu og rétt fyrir lok gluggans koma 16 nýir leikmenn inn í leikmannhópinn. Það eru mest allt ungir leikmenn og sex af þeim eru brasilískir leikmenn sem tekur auðvitað tíma að aðlaga nýjum aðstæðum."

Félagið var síðan dæmt gjaldþrota eftir skuldir við veitingaþjónustu en sá úrskurður var felldur niður eftir að í ljós kom að mistök voru gerð og félagið væri gjaldfært fyrir skuldunum.

Á meðan málið var tekið fyrir mátt liðið ekki æfa á æfingasvæði sínu og gat ekki notað síma og net og aðbúnað fyrir leikmenn.

„Ofan á þetta bætist að að þeir leikmenn sem komu til okkar í ágúst búa enn á hótelum og hafa þurft að skipta ótt og títt um hótel þar sem það er allt fullbókað út af einhverjum ráðstefnum og fleiru," segir Arnar en hér má lesa viðtalið í heild.

Roeselare er í neðsta sæti belgísku B-deildarinnar með aðeins tvö stig eftir sjö umferðir. Stefán Gíslason og lærisveinar í Lommel eru sæti ofar með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner