Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 02. október 2019 09:18
Magnús Már Einarsson
Bernardo Silva kærður fyrir tístið um Mendy
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Bernardo Silva leikmann Manchester City.

Silva sendi færslu á liðsfélaga sinn Bernard Mendy á Twitter á dögunum og í kjölfarið var hann sakaður um kynþáttafordóma.

Silva líkti Mendy við fígúru sem er framan á spænska súkkulaðinu Conguitos.

Báðir leikmennirnir skrifuðu bréf til enska knattspyrnusambandsins á dögunum til að útskýra mál sitt.

Enska sambandið hefur hins vegar ákært Silva og hann gæti nú átt yfir höfði sér refsingu. Silva fær viku frest til að svara ákærunni.
Athugasemdir
banner
banner