Sjónvarpsþáttaröðin Atvinnumennirnir okkar kemur út á DVD næstkomandi fimmtudag.
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram og Gunnar Jarl Jónsson, knattspyrnudómari stóðu að gerð þáttanna sem nutu mikilla vinsælda fyrr á þessu ári.
Upphafið af þáttunum má rekja til prufuþáttar sem Hannes og Gunnar gerðu fyrir Stöð 2 Sport en þá tóku þeir fyrir Sigurbjörn Hreiðarsson, leikmann Vals
Sigurbjörn hefur leikið með Val nánast allan sinn feril en hér að ofan má sjá þennan stuttan þátt um þennan reynda miðjumann.