Egill Atlason leikmaður Víkings var ánægður eftir 3-0 sigur liðsins á Fjölni í Lengjubikarnum í kvöld.
Egill hefur leikið sem framherji í gegnum tíðina en hann er núna byrjaður að leika sem miðvörður með Víkingi.
,,Þetta er fínt, þetta er nákvæmlega sami staður en bara hinu megin á vellinum. Núna þarf ég að hindra hlaupin sem ég var að taka sjálfur," sagði Egill við Fótbolta.net eftir leik.
Egill er ekki eini í ættinni sem hefur fært sig aftar á völlinn eftir því sem líða tekur á ferilinn því faðir hans Atli Eðvaldsson hefur gert slíkt hið sama sem og systkyni hans.
,,Mér skilst að þetta sé bölvun í ættinni, alltaf þegar að við eldust þá erum við færð aftar og aftar á völlinn," sagði Egill léttur í bragði.
Hægt er að sjá allt viðtalið við Egil hér að ofan.