Luton Town er komið upp fyrir Sunderland á stigatöflu ensku B-deildarinnar eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Huddersfield Town í dag.
Á meðan Blackpool og Sunderland gerðu 1-1 jafntefli tókst Luton að vinna níunda leik sinn á tímabilinu og koma sér upp fyrir Sunderland.
Reece Burke gerði sigurmark Luton þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Luton er því með 39 stig í fimmta sæti deildarinnar en Sunderland í 6, sæti með 38 stig.
Coventry og Bristol City gerðu 1-1 jafntefli á meðan Millwall vann Rotherham örugglega, 3-0. Tom Bradshaw skoraði tvö fyrir heimamenn.
Úrslit og markaskorarar:
Blackpool 1 - 1 Sunderland
1-0 Shayne Lavery ('21 )
1-1 Ross Stewart ('66 )
Coventry 1 - 1 Bristol City
1-0 Jake Bidwell ('12 )
1-1 Antoine Semenyo ('28 )
Huddersfield 1 - 2 Luton
1-0 Duane Holmes ('25 )
1-1 Amari Bell ('43 )
1-2 Reece Burke ('84 )
Millwall 3 - 0 Rotherham
1-0 Tom Bradshaw ('4 )
2-0 Cameron Humphries ('66 , sjálfsmark)
3-0 Tom Bradshaw ('81 )
Athugasemdir