Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. janúar 2023 16:47
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Tottenham og Aston Villa: Lloris slakasti maður vallarins
Þetta var ekki dagurinn hans Lloris
Þetta var ekki dagurinn hans Lloris
Mynd: Getty Images
Franski markvörðurinn Hugo Lloris var slakasti maður vallarins er Tottenham tapaði fyrir Aston Villa, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sky Sports sér um einkunnagjöf leikmanna en Lloris fær aðeins í einkunn. Hann átti mistökin sem kom Villa í forystu snemma í síðari hálfleiknum.

Heung-Min Son og Harry Kane fá báðir fimmu. Douglas Luiz, miðjumaður Villa, var valinn besti maður leiksins, en hann kom að báðum mörkum liðsins.

Hann átti skotið sem Lloris varði út í teiginn í fyrsta markinu og þá skoraði hann annað markið tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Tottenham: Lloris (4), Lenglet (6), Romero (6), Davies (6), Doherty (6), Bissouma (6), Hojbjerg (6), Perisic (7), Gil (6), Son (5), Kane (5).
Varamenn: Sessegnon (6), Sarr (6), Emerson Royal (6).

Aston Villa: Olsen (7), Young (7), Konsa (7), Mings (7), Digne (7), Douglas Luiz (8), Kamara (8), McGinn (8), Bailey (7), Buendia (8), Watkins (8).
Varamenn: Cash (6), Coutinho (6), Chambers (6), Ings (6), Bednarek (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner