Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mið 01. janúar 2025 18:30
Brynjar Ingi Erluson
FH kveður Loga Hrafn - „Ómetanlegt framlag“
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH hefur kvatt hinn unga og efnilega Loga Hrafn Róbertsson sem hefur samið við króatíska félagið NK Istra.

Logi Hrafn er tvítugur varnarsinnaður miðjumaður sem yfirgaf FH á dögunum eftir að samningur hans við félagið rann sitt skeið.

Hann hefur verið mikilvægur hlekkur í liði FH og spilað 80 leiki í deild þeirra bestu.

NK Istra greindi frá komu Loga á samfélagsmiðlum rétt fyrir jól en hann gerði þriggja og hálfs árs samning við félagið.

FH-ingar hafa nú kvatt Loga sem heldur á vit ævintýranna og þakkar honum fyrir ómetanlegt framlag síðustu ár.

„Það er við hæfi að nýta síðasta dag ársins til að heiðra Loga Hrafn Róbertsson fyrir ómetanlegt framlag sitt til FH. Logi Hrafn hefur verið einn af okkar allra bestu leikmönnum síðustu tímabil, bæði innan vallar og utan, og nú leggur hann land undir fót í leit í nýjum ævintýrum í Króatíu. Við óskum þér alls hins besta, Logi Hrafn – þú munt ávallt eiga sérstakan stað í hjörtum okkar FH-inga!“ segir í tilkynningu FH.

Logi á að baki yfir 30 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og einn leik fyrir A-landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner