Steve Bruce, stjóri Newcastle, ruglaðist í ríminu er hann ræddi við fréttamenn í gær.
Bruce var spurður út í sóknarmannavandamál Newcastle, en félaginu tókst ekki að fá inn sóknarmann í janúarglugganum.
Knattspyrnustjórinn minnti þá fréttamenn að þrír sóknarmenn liðsins væru að koma til baka úr meiðslum. Einn af þeim þremur sem hann nefndi vakti athygli í ljósi þess að hann er 48 ára og hætti í fótbolta fyrir 11 árum.
„Eftir tvær vikur, líklega fyrir leikinn gegn Arsenal (þann 16. febrúar) þá munum við hafa Andy Carroll, Dwight Yorke og Muto klára í slaginn," sagði Bruce.
Bruce ætlaði sér líklega að segja Dwight Gayle. Yorke gerði garðinn frægann með Aston Villa og Manchester United á sínum ferli, en eins og áður kemur fram þá er langt síðan hann hætti.
Síðasta sumar gerði Newcastle sóknarmanninn Joelinton að sínum dýrasta leikmanni í sögunni. Félagið borgaði þá 40 milljónir punda fyrir hann. Joelinton hefur valdið vonbrigðum og aðeins skorað eitt mark í 22 deildarleikjum.
Newcastle er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tekur liðið á móti botnliði Norwich í dag.
BREAKING: Steve Bruce confirms Dwight Yorke signing.
— NUFCblog.co.uk (@NUFCblogcouk) January 31, 2020
Could make his debut vs Arsenal in 2 weeks time.
More as we get it from @SkySports_Keith #NUFC pic.twitter.com/S5fridaerh
Athugasemdir