Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 01. febrúar 2020 13:21
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: FH endar í neðsta sæti
Guðmundur, sem gekk í raðir Grindvíkinga í vetur, setti tvennu í dag.
Guðmundur, sem gekk í raðir Grindvíkinga í vetur, setti tvennu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 2 - 3 Grindavík
0-1 Hermann Ágúst Björnsson ('16)
0-2 Guðmundur Magnússon ('49)
0-3 Guðmundur Magnússon ('55)
1-3 Guðmann Þórisson ('56)
2-3 Arnór Sigþórsson ('84)
Rautt spjald: Sigurður Bjartur Hallsson, Grindavík ('70)

FH lýkur keppni í neðsta sæti A-deildar Fótbolta.net mótsins eftir tap gegn Grindavík í úrslitaleik um 7. sæti.

Leikið var í Skessunni í Hafnarfirði og leiddu Grindvíkingar í leikhlé eftir skallamark frá Hermanni Ágústi Björnssyni.

Guðmundur Magnússon bætti tveimur mörkum við fyrir Grindvíkinga í upphafi síðari hálfleiks og það var þá sem heimamenn vöknuðu til lífsins.

Guðmann Þórisson minnkaði muninn niður í tvö mörk með skalla og fékk Sigurður Bjartur Hallsson beint rautt spjald í liði gestanna á 70. mínútu. Sigurði var vikið af velli fyrir að sparka knettinum í Daða Frey Arnarsson í bræði.

Arnór Sigþórsson minnkaði muninn aftur fyrir FH en tíu Grindvíkingar héldu út og uppskáru sigur.

Staðan:
1. ÍA
2. Breiðablik
3. Stjarnan/ÍBV
4. Stjarnan/ÍBV
5. HK/Grótta
6. HK/Grótta
7. Grindavík
8. FH
Athugasemdir
banner
banner
banner