Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 01. febrúar 2021 20:32
Ívan Guðjón Baldursson
Óliver Steinar til Atalanta (Staðfest)
Mynd: Hulda Margrét / Haukar
Haukar hafa staðfest félagaskipti Ólivers Steinars Guðmundssonar til ítalska félagsins Atalanta.

Óliver Steinar, sem er 16 ára miðjumaður fæddur 2004, er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Atalanta.

Óliver spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Hauka á síðasta tímabili og á tvo leiki að baki fyrir U15 landslið Íslands.

Óliver hefur farið tvisvar sinnum á reynslu til Atalanta á undanförnum mánuðum og hreif hann þjálfarana í akademíu félagsins. Akademía Atalanta nýtur mikillar virðingar í Evrópu og mun Óliver æfa við bestu aðstæður hjá einu af bestu liðum ítalska boltans. Hann mun spila fyrir U17 lið félagsins.

„Að Óliver gangi til liðs við jafn stórt félag og raun ber vitni er enn ein rósin í hnappagat barna- og unglingastarf knattspyrnudeildar Hauka og mikil viðurkenning fyrir þjálfara og afreksstarf deildarinnar," segir í færslu á Facebook síðu Hauka.

„Markmið knattspyrnudeildar Hauka er að veita framúrskarandi þjálfun fyrir börn og unglinga þar sem iðkendur fá verkefni við hæfi hverju sinni sem og að hafa yfir að ráða vel menntuðum og reynslumiklum þjálfurum sem eru drifnir áfram af ástríðu.

„Það er ljóst að Hauka fjölskyldan mun fylgjast náið með Óliver og óskar stjórn knattspyrnudeildar Hauka honum alls hins besta sem og Atalanta fyrir samskiptin í tengslum við félagaskiptin."

Athugasemdir
banner
banner
banner