Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2020 19:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Roma hafði betur í sjö marka leik gegn Cagliari
Roma vann í fjörugum fótboltaleik.
Roma vann í fjörugum fótboltaleik.
Mynd: Getty Images
Cagliari 3 - 4 Roma
1-0 Joao Pedro ('28 )
1-1 Nikola Kalinic ('29 )
1-2 Nikola Kalinic ('41 )
1-3 Justin Kluivert ('64 )
2-3 Gaston Pereiro ('75 )
2-4 Henrikh Mkhtitaryan ('81 )
2-4 Joao Pedro ('89 , Misnotað víti)
3-4 Joao Pedro ('89 )

Roma og Cagliari mættust í skemmtilegum leik í ítölsku úrvalsdeildinni þar sem sjö mörk voru skoruð.

Joao Pedro kom Cagliari yfir á 28. mínútu, en Nikola Kalinic tókst að snúa við leiknum fyrir leikhlé með tveimur mörkum.

Justin Kluivert kom Roma í 3-1 um miðjan seinni hálfleikin, en Gaston Pereira minnkaði svo muninn fyrir Cagliari þegar korter var eftir af venjulegum leiktíma.

Henrikh Mkhityarna, lánsmaður frá Arsenal, kom Roma í 4-2, en áður en uppbótartíminn hófst minnkaði Joao Pedro muninn er hann fylgdi á eftir vítaspyrnuklúðri sínu. Þar við sat og voru ekki fleiri mörk skoruð.

Roma er eftir sigurinn í fimmta sæti með 45 stig, þremur stigum á eftir Atalanta sem á leik til góða. Cagliari hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu og er í 11. sæti.

Það voru 16 mörk skoruð í tveimur leikjum á Ítalíu í dag. Það áttu að fara fram sex leikir, en fjórum þeirra þurfti að fresta vegna kórónuveirunnar sem hefur gert vart við sig á mörgum stöðum í norðurhluta Ítalíu. Fresta þurfti stórleik Juventus og Inter meðal annars.

Önnur úrslit:
Ítalía: Atalanta skoraði sjö gegn Lecce


Athugasemdir
banner
banner