Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 01. mars 2020 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City annað félagið sem nær að vinna þrjá í röð
Manchester City varð núna áðan annað félagið í sögunni til að vinna deildabikarinn þrjú ár í röð.

Hitt félagið er Liverpool sem vann fjóra titla í röð í kringum 1980. Man City og Liverpool hafa undanfarin tvö ár barist um Englandsmeistaratitilinn og virðist Liverpool ætla að vinna í þetta skiptið.

Pep Guardiola, stjóri Man City, elskar bikarmeistaratitla á Englandi og í dag stýrði hann City til sigurs gegn Aston Villa í úrslitaleiknum á Wembley í London.

Staðan var 2-1 í hálfleik og náði og þannig staðan einnig þegar flautað var til leiksloka.


Athugasemdir
banner