Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. apríl 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Veðmálavandræði í Svíþjóð - Æfingaleik frestað
Mynd: Raggi Óla
Svíar hafa ekki gengið jafn langt og aðrar Norðurlandaþjóðir í baráttunni við kórónuveiruna. Æfingaleikir hafa verið leyfilegir þar í landi að því gefnu að ekki komi fleiri en 50 manns saman í tengslum við leikina.

Þar sem fótboltinn liggur niðri nánast út um allan heim þá hafa æfingaleikirnir í Svíþjóð vakið mikla athygli hjá veðbönkum og fólki sem veðjar á fótboltaleiki.

Heyrst hefur af ævintýralegum upphæðum sem hefur verið veðjað á æfingaleiki hjá liðum í neðri deildunum í Svíþjóð að undanförnu.

Eskilstuna FC sem spilar í sjöundu efstu deild og Nashulta GoIF í áttundu deild ætluðu að mætast í æfingaleik í fyrradag en þeim leik var frestað.

Ástæðan er sú að fólk út um allan heim fór að hafa samband við leikmenn og þjálfara liðanna í leit að upplýsingum. Æfingaleiknum var því frestað til að passa upp á öryggi leikmanna og koma í veg fyrir mögulega hagræðingu úrslita.
Athugasemdir
banner
banner
banner