Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mán 01. apríl 2024 22:48
Elvar Geir Magnússon
Birkir Már: Hefðum átt að skapa okkur meira
Birkir Már sækir boltann í netið eftir fyrsta markið.
Birkir Már sækir boltann í netið eftir fyrsta markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslands- og bikarmeistarar Víkings eru meistarar meistaranna eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni. Þessi árlegi leikur markar upphaf fótboltatímabilsins og var áhorfendum í Fossvoginum í kvöld boðið upp á mikla skemmtun og fínan fótbolta.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en Birkir Már Sævarsson skoraði mark Vals. Eftir leikinn spurði Sölvi Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net að því hvernig Birki fannst leikurinn?

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn nokkuð jafn en í seinni hálfleik voru þeir aðeins betri, allavega fram að rauða spjaldinu. Við hefðum átt að skapa okkur meira eftir rauða spjaldið," segir Birkir en Víkingur missti Halldór Smára af velli með rautt spjald.

„Við spiluðum ágætlega í leiknum í dag, á móti mjög góðu liði, en hefðum viljað skapa fleiri færi."

Mark Birkis var glæsilegt, boltinn skoppaði vel fyrir hann. „Hann lá svo vel fyrir að mér fannst ég þurfa að testa það," segir Birkir.

Hann segir að Gylfi Þór Sigurðsson komi vel inn í leikmannahópinn.

„Bara ótrúlega gott fyrir okkur sem lið að fá Gylfa inn. Mjög ánægjulegt að hann hafi ákveðið að koma í Val."

Birkir segir að fjögur til fimm lið ætli sér að gera tilkall til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner