Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 01. apríl 2024 22:48
Elvar Geir Magnússon
Birkir Már: Hefðum átt að skapa okkur meira
Birkir Már sækir boltann í netið eftir fyrsta markið.
Birkir Már sækir boltann í netið eftir fyrsta markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslands- og bikarmeistarar Víkings eru meistarar meistaranna eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni. Þessi árlegi leikur markar upphaf fótboltatímabilsins og var áhorfendum í Fossvoginum í kvöld boðið upp á mikla skemmtun og fínan fótbolta.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en Birkir Már Sævarsson skoraði mark Vals. Eftir leikinn spurði Sölvi Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net að því hvernig Birki fannst leikurinn?

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn nokkuð jafn en í seinni hálfleik voru þeir aðeins betri, allavega fram að rauða spjaldinu. Við hefðum átt að skapa okkur meira eftir rauða spjaldið," segir Birkir en Víkingur missti Halldór Smára af velli með rautt spjald.

„Við spiluðum ágætlega í leiknum í dag, á móti mjög góðu liði, en hefðum viljað skapa fleiri færi."

Mark Birkis var glæsilegt, boltinn skoppaði vel fyrir hann. „Hann lá svo vel fyrir að mér fannst ég þurfa að testa það," segir Birkir.

Hann segir að Gylfi Þór Sigurðsson komi vel inn í leikmannahópinn.

„Bara ótrúlega gott fyrir okkur sem lið að fá Gylfa inn. Mjög ánægjulegt að hann hafi ákveðið að koma í Val."

Birkir segir að fjögur til fimm lið ætli sér að gera tilkall til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner