Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. maí 2021 10:45
Aksentije Milisic
Messi tekur á sig launalækkun - City reynir að selja Sterling til að fá Haaland
Powerade
Mynd: Getty Images
City reynir að fá Haaland.
City reynir að fá Haaland.
Mynd: Getty Images
Til Chelsea?
Til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Messi, Haaland, Sterling, Grealish, Rabiot, Abraham, Torreira og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman allt það helsta sem í boði er í ensku götublöðunum.
______________________________________________

Lionel Messi mun skrifa undir nýjan samning við Barcelona en hann mun hins vegar taka á sig launalækkun. Barca mun þá hafa fjármagn til að reyna fá Erling Braut Haaland (22), til liðsins frá Dortmund. (Eurosport)

Manchester City er tilbúið til þess að selja Raheem Sterling (26), til að fjármagna kaupin á Erling Braut Haaland og miðjumann Aston Villa, Jack Grealish (25). (AS)

Umboðsmaður Erling Braut Haaland, Mino Raiola, segir að Real Madrid hafi efni á því að kaupa Norðmanninn þó að Florentino Perez, forseti félagsins, segi annað. (AS)

Barcelona hefur sett sig í samband við PSG um hugsanleg kaup á fyrrverandi leikmanni félagsins, Neymar (29). (RAC 1)

Chelsea mun berjast við Barcelona um kaup á franska miðjumanninum Adrien Rabiot frá Juventus. Þessi 26 ára gamli leikmaður er fáanlegur á 17 milljónir punda. (Calciomercato)

West Ham, Aston Villa og Newcastle eru á meðal félaga sem hafa áhuga á Tammy Abraham (23) leikmanni Chelsea. Chelsea vill fá 40 milljónir punda fyrir leikmanninn. (ESPN)

Lucas Torreira, miðjumaður Arsenal, mun ekki snúa aftur til Atletico Madrid á láni á næsta tímabili. Talið er að þessi 25 ára gamli miðjumaður fari til Boca Juniors. (Mundo Deportivo)

Leicester, AC Milan og Wolfsburg fylgjast vel með framherja Le Havre, honum Josue Casimir (19). (Foot Mercato)

Newcastle ætlar að reyna hafa betur við Celtic og Crystal Palace í baráttunni um James McCarthy (30). (Teamtalk)

Juventus reynir að fá hinn 53 ára gamla stjóra, Massimiliano Allegri, aftur til liðsins til að taka við af Andrea Pirlo í sumar. (Gazzetta dello Sport)

Arturo Vidal gæti verið á leið til Marseille frá Inter en launakröfur leikmannsins gætu komið í veg fyrir skiptin. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner