Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. júní 2023 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Bjarna kom inn af bekknum og skoraði tvö í bikarsigri - C-deildarlið skellti Rosenborg
Birkir Bjarna skoraði bæði mörk Viking
Birkir Bjarna skoraði bæði mörk Viking
Mynd: Viking
Brynjar Ingi spilaði í 8-0 sigri
Brynjar Ingi spilaði í 8-0 sigri
Mynd: HamKam
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason skoraði bæði mörk Viking í 2-0 sigri á Vidar í norska bikarnum í kvöld. Rosenborg er úr leik eftir að hafa tapað fyrir C-deildarliði.

Birkir kom inn af bekknum í hálfleik og gerði fyrra mark sitt á 61. mínútu. Fyrirgjöfin kom inn í teiginn og skoraði Birkir örugglega framhjá markverði Vidar.

Tíu mínútum síðar gerði hann annað mark sitt með skalla eftir hornspyrnu. Þetta voru fyrstu tvö mörk hans frá því hann kom frá Adana Demirspor. Patrik Sigurður Gunnarsson fékk hvíld.

Arnar Guðjónsson lagði upp fyrra mark Raufoss í 2-1 sigri á Grorud en hann lék allan leikinn í vörn liðsins.

Bjarni Mark Antonsson kom inná sem varamaður á 65. mínútu í 3-0 sigri Start á Halsen. Brynjar Ingi BJarnason var í byrjunarliði Ham/Kam sem vann átta marka sigur á Mjölner, 8-0, en Brynjar fór af velli á 66. mínútu.

Kristall Máni Ingason kom við sögu í óvæntu 2-1 tapi Rosenborg gegn C-deildarliði Stjordals-Blink. Hann kom inná á 67. mínútu en Ísak Snær Þorvaldsson var ekki með vegna meiðsla.

Júlíus Magnússon lék allan leikinn fyrir Fredrikstad í 1-0 sigri á Orn-Horten.

Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inná sem varamenn í 2-1 sigri Sogndal á Lysekloster. Jónatan kom inná í hálfleik en Valdimar á 79. mínútu.

Jónatan gerði sigurmarkið í á 110. mínútu í framlengingu og tryggði Sogndal áfram.

Öll liðin eru komin áfram í 32-liða úrslit. Tromsö, lið Hilmis Rafns Mikaelssonar, er einnig komið áfram og Kristiansund sem Brynjólfur Andersen Willumsson leikur með.
Athugasemdir
banner
banner