Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. júlí 2022 16:31
Elvar Geir Magnússon
Árni Guðna tekur við ÍR (Staðfest)
Árni Freyr Guðnason (fyrir miðju) er nýr þjálfari ÍR.
Árni Freyr Guðnason (fyrir miðju) er nýr þjálfari ÍR.
Mynd: ÍR
ÍR hefur ráðið Árna Frey Guðnason sem nýjan þjálfara liðsins í 2. deildinni. Hann tekur við af Arnari Hallssyni sem sagði upp störfum nýlega.

„Árni er okkur ÍR ingum að góðu kunnur eftir farsælan feril hjá félaginu milli 2008 - 2011 en hann hefur síðustu ár verið yfirþjálfari yngri flokka hjá FH. Við erum gríðarlega ánægð að fá Árna Frey aftur í Breiðholt," segir í tilkynningu ÍR.

Árni er 36 ára og þekkir vel til hjá ÍR því hann lék með liðinu 2008-2011.

ÍR-ingar eru í sjötta sæti 2. deildarinnar og á næsta leik á mánudaginn, heimaleik gegn Ægi úr Þorlákshöfn.

Uppfært: Hér má sjá viðtal við Árna Guðna sem birt var á Fésbókarsíðu ÍR


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner