Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   lau 01. ágúst 2020 14:08
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Ingibjörg spilaði í góðum sigri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Bjornar 0 - 3 Vålerenga
0-1 Ajara Nchout ('11)
0-2 Ajara Nchout ('74)
0-3 Rikke Madsen ('87)

Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn og skoraði í 0-3 sigri Vålerenga í efstu deild kvenna í Noregi í dag.

Ingibjörg, sem hefur áður spilað fyrir Djurgården og Breiðablik, komst ekki á blað í leiknum.

Vålerenga er í öðru sæti eftir sigurinn, með tólf stig eftir fimm umferðir, einu stigi eftir Lilleström.

Ingibjörg er nýlega gengin í raðir Vålerenga. Í fyrra sinnti hún lykilhlutverki í liði Djurgården í sænska boltanum.
Athugasemdir
banner