Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 01. ágúst 2022 23:14
Ívan Guðjón Baldursson
Íþróttafréttamenn völdu Nkunku bestan - Lewandowski í öðru
Nkunku skoraði 32 mörk og gaf 20 stoðsendingar í 51 leik.
Nkunku skoraði 32 mörk og gaf 20 stoðsendingar í 51 leik.
Mynd: EPA

Á hverju ári stendur þýski miðillinn Kicker fyrir kosningu meðal þýskra íþróttafréttamanna á besta leikmanni ársins í Þýskalandi.


Leikmenn sem koma til greina eru allir Þjóðverjar hvort sem þeir spili í þýsku deildinni eða erlendis og allir erlendir leikmenn sem spila í þýska boltanum.

Robert Lewandowski var kjörinn bestur 2020 og 2021 en þar áður höfðu Marco Reus, Toni Kroos, Philipp Lahm og Kevin De Bruyne meðal annars verið valdir bestir.

Það bjuggust margir við að Lewandowski myndi vinna þriðja árið í röð en svo varð ekki. Frakkinn Christopher Nkunku, sem var algjör lykilmaður hjá RB Leipzig, vann kjörið í ár með sex atkvæðum meira heldur en Lewandowski. 706 fréttamenn kusu um leikmann ársins.


Athugasemdir
banner
banner
banner