Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 01. ágúst 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leeds riftir samningi við Casilla
Mynd: Getty Images

Kiko Casilla hefur yfirgefið herbúðir Leeds en hann gekk til liðs við Leeds frá Real Madrid árið 2019.


Leeds ákvað að rifta samningnum hans en hann átti enn eitt ár eftir. Hann var aðalmarkvörður liðsins þegar liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni en missti sætið í hendur Ilan Meslier.

Casilla spilaði aðeins fimm leiki í úrvalsdeildinni og var sendur á lán til spænska liðsins Elche á síðustu leiktíð þar sem hann náði ekki að festa sig í sessi og spilaði aðeins 14 leiki.

Það hefur verið nóg að gera hjá Leeds í sumar en liðið hefur fengið m.a. Brenden Aaronson, Tyler Adams og svo Marc Roca frá Bayern Munchen.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner