Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. ágúst 2022 12:22
Hafliði Breiðfjörð
Wiegman útskýrir afhverju hún kyssti armbandið við lokaflautið
Sarina Wiegman kyssir gullpeninginn eftir sigur Englands í gær. Um leið og flautað var af í gær kyssti hún armbandið há hendi sinni í minningu systur sinnar.
Sarina Wiegman kyssir gullpeninginn eftir sigur Englands í gær. Um leið og flautað var af í gær kyssti hún armbandið há hendi sinni í minningu systur sinnar.
Mynd: Getty Images

Sarina Wiegman landsliðsþjálfari Englands stýrði sínu liði til 2 - 1 sigurs á Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik EM í gær. Um leið og flautað var af mátti sjá hana í sjónvarpsútsendingu kyssa armband sem hún hafði á hendinni.


Á fréttamannafundi eftir leikinn útskýrði hún merkingu armbandsins sem hún segir vera í minningu systur sinnar sem lést fyrir  mótið.

Mánuði fyrir Evrópumótið bað Wiegman um að fá frí frá æfingabúðum enska liðsins til að syrgja með fjölskyldu sinni. Hún bað liðið líka um að leika opnunarleik mótsins með sorgarbönd.

„Þetta er svo frábært fólk og þetta sýnir hvað við erum náin.  Þetta var frábærlega gert og ég er viss um að systir mín hefði verið stolt," sagði Wiegman á þeim tíma.

Hún kyssti svo armbandið eftir leik í gær og sagði að hún teldi að systir sín hafi hjálpað enska liðinu að vinna titilinn.

„Ég kyssti litla armbandið sem systir mín átti. Systir mín lést þegar við vorum í æfingabúðunum," sagði Wiegman. „Það er svo mikill missir af henni því við vorum vinir.  Hún hefði verið hérna, hún mætti á alla leiki svo hún hefði verið stolt af mér, eins og ég var svo stolt af henni. En ég held hún hafi verið hérna, ég held hún hafi verið á markstöngunum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner