Chelsea vann 3-0 sigur í æfingaleik gegn mexíkóska liðinu Club America en leikurinn fór fram í Atlanta. Þetta var fyrsti sigur Chelsea undir stjórn nýja stjórans, Enzo Maresca.
Tvö af mörkunum þremur komu af vítapunktinum, Christopher Nkunku og Noni Madueke skoruðu úr vítum. Marc Guiu komst einnig á blað í leiknum.
Argentínski landsliðsmaðurinn Enzo Fernandez kom inn sem varamaður í leiknum en félagið ákvað að refsa honum ekki eftir sönginn umtalaða. Hann bað liðsfélaga sína hinsvegar afsökunar.
Tvö af mörkunum þremur komu af vítapunktinum, Christopher Nkunku og Noni Madueke skoruðu úr vítum. Marc Guiu komst einnig á blað í leiknum.
Argentínski landsliðsmaðurinn Enzo Fernandez kom inn sem varamaður í leiknum en félagið ákvað að refsa honum ekki eftir sönginn umtalaða. Hann bað liðsfélaga sína hinsvegar afsökunar.
Carlos sá rautt
Varnarmaðurinn Diego Carlos fékk að líta rauða spjaldið þegar Aston Villa tapaði 2-0 gegn þýska liðinu RB Leipzig í New Jersey. Hann fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik.
Belgíski miðjumaðurinn Amadou Onana, sem Villa fékk frá Everton, spilaði í leiknum en mörk þýska liðsins skoruðu Lois Openda og Andre Silva.
Úlfarnir þurfa að styrkja sig
Gary O'Neil stjóri Wolves segir að sitt lið þurfi að styrkja sig frekar áður en glugganum verður lokað. Crystal Palace vann 3-1 sigur gegn Úlfunum í æfingaleik.
Jeffrey Schlupp, Jordan Ayew og Asher Agbinone skoruðu mörk Palace en úrúgvæski varnarmaðurinn Santiago Bueno skoraði fyrir Wolves.
Son með tvö gegn löndum sínum
Son Heung-min skoraði tvívegis í gær þegar Tottenham vann úrvalslið K-deildarinnar Suður-kóresku 4-3 í miklum markaleik. Dejan Kulusevski skoraði einnig fyrir Tottenham og hinn nítján ára gamli Will Lankshear skoraði sigurmarkið eftir sendingu Timo Werner.
Öruggur sigur Newcastle
Newcastle vann 4-1 sigur gegn Urawa Red Diamonds í Japan. Alexander Isak skoraði þriðja mark sitt í jafnmörgum æfingaleikjum. Jacob Murphy skoraði tvö og Lewis Hall eitt.
Athugasemdir