Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid segir að hinn átján ára gamli Endrick búi yfir einstökum hæfileikum. Þessi brasilíski sóknarmaður lék sinn fyrsta leik fyrir Madrídarliðið í 1-0 tapi gegn AC Milan í æfingaleik.
Endrick, sem kom frá Palmeiras í sumar, kom inn af bekknum í seinni hálfleik.
Endrick, sem kom frá Palmeiras í sumar, kom inn af bekknum í seinni hálfleik.
„Hann er virkilega snöggur, mjög hættulegur á þröngum svæðum, er með hæfileika á að hlaupa hratt á litlum svæðum, mjög lipur í að gera sig lausan og allir þessir hæfileikar þýða að hann hefur ótrúlega hæfileika. Það er sjaldgæft að finna leikmann með alla þessa hæfileika," sagði Ancelotti.
Madrídarliðið er án Kylian Mbappe, Vinicius Jr, Jude Bellingham og Rodrygo í æfingaferðinni en liðið mætir Barcelona í New Jersey á sunnudag.
Athugasemdir