Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 01. ágúst 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jota Silva í Nottingham Forest (Staðfest) - Portúgalski Grealish
Jota Silva.
Jota Silva.
Mynd: Nottingham Forest
Nottingham Forest hefur fest kaup á portúgalska kantmanninum Jota Silva frá Vitoria Guimaraes.

Talið er að kaupverðið sé í kringum 10,1 milljónir punda.

Þessi 25 ára gamli leikmaður sem hefur verið kallaður „hinn portúgalski Jack Grealish" skrifar undir fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið. Það þarf ekki að horfa lengra en á hárgreiðsluna til að ímynda sér af hverju.

Hann skoraði fimmtán mörk og lagði upp sjö í 42 leikjum í öllum keppnum með Vitoria á síðasta tímabili.

Hann á að baki tvo landsleiki fyrir Portúgal; hefur tvívegis komið inn á sem varamaður í vináttuleikjum.

Brighton, Fulham, West Ham og Benfica voru einnig sögð hafa áhuga á kappanum í sumar en hann skrifaði undir samning við Forest.
Athugasemdir
banner