Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 01. ágúst 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi langt frá sínu besta en samt í liði mótsins
Messi fagnar marki með Argentínu.
Messi fagnar marki með Argentínu.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi var frekar óvænt valinn í úrvalslið Copa America sem var opinberað í dag.

Argentína fór alla leið í mótinu og tók gullið, en Messi skoraði aðeins eitt mark og náði ekki að sýna sína bestu takta. Eins og frægt er orðið þá fór hann líka meiddur af velli í úrslitaleiknum.

Messi, sem er af mörgum talinn besti fótboltamaður sögunnar, kemst samt sem áður í úrvalslið mótsins.

Messi er ekki eini Argentínumaðurinn í úrvalsliðinu því þar eru líka Emiliano Martinez, Cristian Romero, Rodrigo de Paul og Lautaro Martinez.

Hér fyrir neðan má sjá úrvalsliðið.


Athugasemdir
banner
banner