Lionel Messi var frekar óvænt valinn í úrvalslið Copa America sem var opinberað í dag.
Argentína fór alla leið í mótinu og tók gullið, en Messi skoraði aðeins eitt mark og náði ekki að sýna sína bestu takta. Eins og frægt er orðið þá fór hann líka meiddur af velli í úrslitaleiknum.
Argentína fór alla leið í mótinu og tók gullið, en Messi skoraði aðeins eitt mark og náði ekki að sýna sína bestu takta. Eins og frægt er orðið þá fór hann líka meiddur af velli í úrslitaleiknum.
Messi, sem er af mörgum talinn besti fótboltamaður sögunnar, kemst samt sem áður í úrvalslið mótsins.
Messi er ekki eini Argentínumaðurinn í úrvalsliðinu því þar eru líka Emiliano Martinez, Cristian Romero, Rodrigo de Paul og Lautaro Martinez.
Hér fyrir neðan má sjá úrvalsliðið.
El equipo de la CONMEBOL Copa America™? 2024, elegido por el Grupo de Estudio Táctico (GET). @pumafootball junto al equipo del torneo ???? pic.twitter.com/r7kXBuHXgG
— CONMEBOL Copa América™? (@CopaAmerica) July 31, 2024
Athugasemdir