Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 01. ágúst 2024 15:31
Elvar Geir Magnússon
Sara Björk til Al Qadsiah í Sádi-Arabíu (Staðfest)
Mynd: Al Qadsiah
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands, hefur verið formlega kynnt hjá liði Al Qadsiah í Sád-Arabíu. Hún er kynnt sem stjarna sem muni skína skært fyrir félagið.

Al Qadsiah endaði í fjórða sæti af átta liðum í efstu deild kvenna í Sádi-Arabíu en það hefur ekki farið framhjá neinum að engu hefur verið til sparað til að koma fótboltanum á kortið í landinu.

Sara Björk var án félags eftir að samningur hennar við Juventus rann út í sumar. Sara er 33 ára og lék 145 landsleiki fyrir Ísland, og skoraði 24 mörk, á árunum 2007-2022.


Athugasemdir
banner
banner