
„Við byrjuðum vel á fimmtudaginn og erum spenntar að halda áfram með verkefnið á mánudaginn," sagði Glódís Perla Viggósdóttir miðvörður íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í gær.
Horfðu á viðtalið í heild í sjónvarpinu að ofan
Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM 2021 á morgun en liðið vann 4 - 1 sigur á Ungverjalandi á fimmtudagskvöldið.
„Mér leist betur á þann leik eftir að hafa skoðað hann aftur heldur en mér leið inni á vellinum. Sérstaklega fyrri hálfleik. Við fórum vel yfir það og erum klárar," sagði Glódís en hvað var það sem henni leið illa með?
„Maður fær bara svo slæma tilfinningu þegar það gengur ekki allt upp. Mér leið eins og það hafi verið lengri kafli en það var. Það er alltaf jákvætt að skoða það eftir á og læra af því."
Leikurinn gegn Slóvakíu fer fram á Laugardalsvelli klukkan 18:45 á morgun. Glódís á von á svipuðum leik þá.
„Það hefur verið stígandi í þeirra leik og ég held þær mæti með hörku hérna á mánudaginn. Við þurfum að toppa. Ég held að leikurinn þróist eins og gegn Ungverjum, við verðum meira með boltann og þær sitja til baka. Svo vitum við að þær geta komið í hápressu moment."
Glódís leikur með toppliði FC Rosengård í sænsku deildinni en framundan eru erfiðir leikir í baráttunni um titil þegar hún kemur heim til Svíþjóðar.
„Við erum á fínu róli úti og erum á toppnum, en það er stutt í næstu lið og stutt í 6. eða 7. sæti. Deildin er mjög jöfn og fullt af hörkuleikjum eftir svo þetta verður spennandi. Við eigum leiki eftir við öll liðin í kringum okkur eftir svo þetta verða sjö úrslitaleikir."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir