Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 01. september 2021 12:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enginn einn ákveðinn fyrirliði
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er enginn einn sérstakur fyrirliði Íslands í leikjunum þremur í undankeppni HM í þessum mánuði.

Ísland er að fara að spila við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Allir leikirnir eru á Laugardalsvelli.

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru ekki í hópnum; tveir leikmenn sem hafa oft verið með fyrirliðabandið.

Á blaðamannafundi sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, að það væri enginn einn fyrirliði ákveðinn í þessum þremur leikjum, það væru nokkrir fyrirliðar.

„Við erum með marga mjög reynda leikmenn og treystum á þá alla. Það verður að koma í ljós hver verður með bandið í hverjum leik. Við verðum að stýra álaginu og ólíklegt að sami aðili verði með bandið alla leikina," sagði Arnar.

Reyndustu leikmenn hópsins (miðað við landsleikjafjölda):
Hannes Þór Halldórsson
Kári Árnason
Ari Freyr Skúlason
Birkir Már Sævarsson
Birkir Bjarnason
Jóhann Berg Guðmundsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner